Menntabúðir, námskeið og vettvangsferðir 2017-2018

 

Veturinn 2017-2018 verða viðburðir á vegum NaNO haldnir að jafnaði mánaðarlega frá og með mars 2018.

Dagsetning Efni Stig (til viðmiðunar) Staðsetning Skráning
22. mars
Fimmtudagur
15:00-17:00
Vísindavaka
Í menntabúðunum kynna Margrét Hugadóttir og Dögg Lára Sigurgeirsdóttir náttúrufræðikennrar námsefnið Vísindavöku. Námsefnið samanstendur af kennslumyndböndum auk kennsluleiðbeininga og tillögum að námsmati. Markmið Vísindavöku eru að nemendur verði færir til að tjá sig um vísindalegt ferli og geti beitt orðinu "breyta". Verkefnið er ætlað nemendum í 6.-10. bekk og getur verið endurtekið árlega. Í erindinu velta þær upp spurningum um hvað sé góð verkleg æfing? Hvernig hægt sé að auka vægi nemendanna sjálfra í verklegum æfingum? og hvernig hægt sé að kenna um breytu á árangursríkan hátt? Hvernig má meta verklega kennslu með tilliti til hæfniviðmiða? Í kjölfar erindisins fer fram "ör" vísindavaka þar sem þátttakendur fá tækifæri til að setja sig í spor nemenda og hanna eigin tilraun sem tengist daglegu lífi eða prófa að setja þekkta tilraun í nýjan búning með könnun nýrrar breytu.
Grunnskóli Náttúrufræðistofan í Langholtsskóla – stofa C-05
Reykjavík
Skráning hér
vor 2018
Vikudagur
15:00-17:00
Spil og leikir í náttúrufræðikennslu
Menntabúðir um spil og leiki í náttúrufræðikennslu. Þátttakendur koma með spil og leiki sem þau hafa þróað sjálf eða notað í sinni náttúrufræðikennslu. Við ætlum að spila og leika okkur og hafa gaman saman. Deila hugmyndum og þekkingu. Rík tækifæri til umræðu.
Öll skólastig Enn óákveðið
Reykjavík
Skráning hér þegar nær dregur
vor 2018
Vikudagur
15:00-17:00
Námsmatsvinnustofa
Vinnustofa um námsmat í náttúrufræði. Við fáum erindi frá höfundum námskrárinnar ásamt erindi um námsmat frá Menntamálastofnun. Í framhaldi frásögn starfandi kennara frá útfærslu námsmats á unglingastigi og að lokum verða umræður.
Grunnskóli Enn óákveðið
Reykjavík
Skráning hér þegar nær dregur

Liðnar menntabúðir

Dagsetning Efni Stig (til viðmiðunar) Staðsetning

 

Hvað eru menntabúðir? Menntabúðir er samkoma þar sem kennarar og leiðbeinendur á öllum skólastigum og þeir sem hafa áhuga á að læra og deila reynslu af náttúrufræðimenntun koma saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Þátttakendur eru í aðalhlutverki í menntabúðum. Menntabúðir eru jafningafræðsluvettvangur fyrir kennara sem stendur þeim til boða að kostnaðarlausu.

Hverjir mega koma? Allir eru velkomnir. Markhópurinn eru grunnskólakennarar á mið- og unglingastigi.

Hvers vegna? Til að læra hvert af öðru, fá kennsluhugmyndir til eigin kennslu, deila góðu hugmyndunum með öðrum og efla samfélag kennara. Lokamarkmiðið er að efla náttúrufræðimenntun barna og unglinga.

Hvernig tekur maður þátt? Þátttakendur eru tvenns konar; með og án framlags. Við hvetjum sem flesta til að sýna eða segja frá einhverju.

Utanumhald: Verkefnið NaNO (Náttúruvísindi á nýrri öld) hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands í samvinnu við Náttúrutorg bjóða öllum náttúrufræði- og raunvísindakennurum til menntabúða.

Í hverjum menntabúðum verður eitt þema. Þátttakendur eru beðnir að koma með framlag í búðirnar og munu skipuleggjendur sjá til þess að nóg verði í boði. Framlög í efni námsbúðanna eru ekki skilyrði fyrri þátttöku enda gæfist varla tími til þess ef allir væru með innlegg. Þátttakendur eru hinsvegar hvattir til þess að koma með framlög. Skólastigið er einungis til viðmiðunar, allir eru velkomnir á allar menntabúðir.

Skráning á viðkomandi menntabúðir fer fram hér fyrir ofan.

Framlag gæti verið:

  • að segja frá kennsluhugmynd
  • spyrja spurningar eða velta upp vandamáli
  • sýna vefsíðu/app/myndband og útskýra hvernig slíkt nýtist í kennslu
  • koma með tól og tæki og leyfa fólki að prófa og gera verklegar æfingar og tilraunir
  • koma með græjur og vera með sýnikennslu
  • deila hverju sem er sem kennurum gæti þótt gagnlegt og fróðlegt varðandi kennslu

Menntabúðir eru þátttakendum að kostnaðarlausu en sé um námskeið að ræða getur verið að innheimt verði námskeiðsgjald en það er þá tekið sérstaklega fram í auglýsingu.

Frekari upplýsingar veita:

Svava Pétursdóttir (svavap@hi.is, 525-5364), lektor hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Ester Ýr Jónsdóttur (esteryj@hi.is, 525-5461), verkefnisstjóri NaNO hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

 

Leave a Reply