Menntabúðir, námskeið og vettvangsferðir 2016-2017

 

Veturinn 2016-2017 verða viðburðir á vegum NaNO haldnir að jafnaði mánaðarlega.

Dagsetning Efni Stig (til viðmiðunar) Staðsetning Skráning
haust 2017
Vikudagur
15:00-17:00
Spil og leikir í náttúrufræðikennslu
Menntabúðir um spil og leiki í náttúrufræðikennslu. Þátttakendur koma með spil og leiki sem þau hafa þróað sjálf eða notað í sinni náttúrufræðikennslu. Við ætlum að spila og leika okkur og hafa gaman saman. Deila hugmyndum og þekkingu. Rík tækifæri til umræðu.
Öll skólastig Enn óákveðið
Reykjavík
Skráning hér þegar nær dregur
haust 2017
Vikudagur
15:00-17:00
Námsmatsvinnustofa
Vinnustofa um námsmat í náttúrufræði. Við fáum erindi frá höfundum námskrárinnar ásamt erindi um námsmat frá Menntamálastofnun. Í framhaldi frásögn starfandi kennara frá útfærslu námsmats á unglingastigi og að lokum verða umræður.
Grunnskóli Enn óákveðið
Reykjavík
Skráning hér þegar nær dregur

Liðnar menntabúðir

Dagsetning Efni Stig (til viðmiðunar) Staðsetning
26. apríl 2017
Miðvikudagur
15:15-17:15
Tilraunir með rafmagn og segulmagn
Haukur Arason dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands tekur á móti okkur í stofum K201/202 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Menntabúðirnar fjalla að þessu sinni um verklegar athuganir með rafmagn og segulmagn fyrir nemendur á öllum þremur stigum grunnskóla. Haukur mun sýna nokkrar einfaldar tilraunir og einnig gefa þátttakendum tækifæri á að prófa nokkrar tilraunir. Þátttakendur eru hvattir til að deila með sér reynslu af árangursríkum verklegum æfingum í eðlisfræði en einnig koma með spurningar við atriðum sem eru að vefjast fyrir þeim. Umræður verða í framhaldinu og ríkuleg tækifæri gefast til spurninga.
Grunnskólakennarar og aðrir áhugasamir. Í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð – 105 Reykjavík.
31. janúar 2017
Þriðjudagur
15:00-17:00
Orkumál – Landsvirkjun sótt heim
Starfsfólk Landsvirkjunar tekur á móti okkur og fjallar um orkumál. Umræður verða í framhaldinu og er óskað eftir að kennarar deili með sér reynslu af árangursríkum verkefnum í tengslum við orkumál auk þess sem kennarar sem eru áhugasamir um orkumál eru hvattir til að mæta og kynna sér málið – ríkuleg tækifæri gefast til spurninga.
Grunn- og framhaldsskóli Í húsnæði Landsvirkjunar – Háaleitisbraut 68 – 103 Reykjavík
8. nóvember 2016
Þriðjudagur
14:30-16:30
Skólar og atvinnulíf
Halla Kristín Guðfinnsdóttir verkefnisstjóri GERT mun kynna verkefnið fyrir þátttakendum og greina frá því sem þátttökuskólarnir hafa verið að gera í tengslum við GERT. Anna María Þorkelsdóttir hjá Hólabrekkuskóla verður með stutt erindi um hvernig þau í Hólabrekkuskóla nýta sér atvinnulífið og stofnanir í þeirra starfi. Umræður verða í framhaldinu og er óskað eftir að kennarar sem hafa reynslu af þátttöku í verkefninu deili henni auk þess sem kennarar sem eru áhugasamir um þátttöku eða samskipti skóla og atvinnulífs eru hvattir til að mæta og kynna sér málið – ríkuleg tækifæri gefast til spurninga.
Grunn- og framhaldsskóli Í húsnæði Samtaka iðnaðarins – Borgartúni 35 – 105 Reykjavík
13. október 2016
Fimmtudagur
15:00-17:00
Sýnasöfnunarferð
Hagnýt jarðfræði – sýnatökuferð með Snæbirni Guðmundssyni. Í ferðinni er kennurum gert kleift að auðga jarðfræðisýnasafn sinna skóla og þar með stuðla að fjölbreyttari verkefnum í jarðfræðikennslu. Meginmarkmið ferðarinnar er að safna sýnum en einnig fá þátttakendur örlitla jarðfræðileiðsögn. Dæmi um sýni sem verður aflað eru: gjallmolar – þétt og fallegt bólstraberg – hraun og móberg – þetta allra einfaldasta en um leið það mikilvægasta hérna á Íslandi. Farið verður upp í hálendið suður af Hafnarfirði – tekinn hringur í Bláfjöllum og komið niður hjá Rauðavatni. Ferðin er farin í kjölfar endurmenntunarnámskeiðs sem haldið var fyrir náttúrufræðikennara í grunnskólum Kópavogs og Mosfellsbæjar. Þar voru kennarar leiddir í gegnum leiðir til að nálgast jarðfræði á hagnýtan hátt í kennslu og einfaldar verklegar æfingar sem vekja áhuga nemenda. Viðburðurinn er svar við óskum kennara.
Grunn- og framhaldsskóli Höfuðborgarsvæðið
19. september 2016
Mánudagur
13:00-15:30
Hvað er í fjörunni?
Farið verður með kennara í fjöru og skoðað það sem fyrir augu ber. Annars vegar verða lífverur skoðaðar frá líffræðilegu sjónarhorni og hins vegar hvernig unnt sé að nálgast fjöruferðir sem þessar á hagnýtan hátt í kennslu með nemendum.
Grunnskóli Fjaran við Ægisíðu og í framhaldi í stofu K-102 í húsnæði MVS HÍ við Stakkahlíð
Reykjavík

 

Hvað eru menntabúðir? Menntabúðir er samkoma þar sem kennarar og leiðbeinendur á öllum skólastigum og þeir sem hafa áhuga á að læra og deila reynslu af náttúrufræðimenntun koma saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Þátttakendur eru í aðalhlutverki í menntabúðum. Menntabúðir eru jafningafræðsluvettvangur fyrir kennara sem stendur þeim til boða að kostnaðarlausu.

Hverjir mega koma? Allir eru velkomnir. Markhópurinn eru grunnskólakennarar á mið- og unglingastigi.

Hvers vegna? Til að læra hvert af öðru, fá kennsluhugmyndir til eigin kennslu, deila góðu hugmyndunum með öðrum og efla samfélag kennara. Lokamarkmiðið er að efla náttúrufræðimenntun barna og unglinga.

Hvernig tekur maður þátt? Þátttakendur eru tvenns konar; með og án framlags. Við hvetjum sem flesta til að sýna eða segja frá einhverju.

Utanumhald: Verkefnið NaNO (Náttúruvísindi á nýrri öld) hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands í samvinnu við Náttúrutorg bjóða öllum náttúrufræði- og raunvísindakennurum til menntabúða.

Í hverjum menntabúðum verður eitt þema. Þátttakendur eru beðnir að koma með framlag í búðirnar og munu skipuleggjendur sjá til þess að nóg verði í boði. Framlög í efni námsbúðanna eru ekki skilyrði fyrri þátttöku enda gæfist varla tími til þess ef allir væru með innlegg. Þátttakendur eru hinsvegar hvattir til þess að koma með framlög. Skólastigið er einungis til viðmiðunar, allir eru velkomnir á allar menntabúðir.

Skráning á viðkomandi menntabúðir fer fram hér fyrir ofan.

Framlag gæti verið:

  • að segja frá kennsluhugmynd
  • spyrja spurningar eða velta upp vandamáli
  • sýna vefsíðu/app/myndband og útskýra hvernig slíkt nýtist í kennslu
  • koma með tól og tæki og leyfa fólki að prófa og gera verklegar æfingar og tilraunir
  • koma með græjur og vera með sýnikennslu
  • deila hverju sem er sem kennurum gæti þótt gagnlegt og fróðlegt varðandi kennslu

Menntabúðir eru þátttakendum að kostnaðarlausu en sé um námskeið að ræða getur verið að innheimt verði námskeiðsgjald en það er þá tekið sérstaklega fram í auglýsingu.

Frekari upplýsingar veita:

Svava Pétursdóttir (svavap@hi.is, 525-5364), lektor hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Ester Ýr Jónsdóttur (esteryj@hi.is, 525-5461), verkefnisstjóri NaNO hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

 

Leave a Reply