Menntabúðir og vettvangsferðir 2015-2016

 

Dagsetning Efni Stig (til viðmiðunar) Staðsetning Skráning
vor 2016
Laugardagur
10:00-13:00
Sýnasöfnunarferð
Farið verður saman og leitað að heppilegum sýnumm af ýmsum gerðum sem unnt er að nota í jarðfræðikennslu á grunn- og framhaldsskólastigi. Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur leiðir hópinn. Þátttakendur bjóða fram bíla og hópa sig saman. Nokkrum dögum fyrir ferð verður lýsing á leiðinni send þáttttakendum; hvað er að sjá jarðfræðitengt og hvernig staðið verður að sýnatökunni. Viðburðurinn er svar við óskum kennara.
Grunn- og framhaldsskóli Höfuðborgarsvæðið Skráning hér fljótlega
vor 2016
Vikudagur
15:00-17:00
Námsmatsvinnustofa
Vinnustofa um námsmat í náttúrufræði. Við fáum erindi frá höfundum námskrárinnar ásamt erindi um námsmat frá Menntamálastofnun. Í framhaldi frásögn starfandi kennara frá útfærslu námsmats á unglingastigi og að lokum verða umræður.
Grunnskóli Enn óákveðið
Reykjavík
Skráning hér fljótlega
6. apríl 2016
Miðvikudagur
15:30-17:30
Efnafræði
Kennarar deila reynslu af efnafræðikennslu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Þátttakendur eru í aðalhlutverki og taka með sér efni og kennsluhugmyndir.
Grunn- og framhaldsskóli Hlíðaskóli
Reykjavík
Frestað
29. október 2015
Fimmtudagur
15:00-17:00
 Kynning á Össur
Fyrst kynning á starfsemi Össur og starfsvettvangi vísindafólk innan fyrirtækisins. Í framhaldi umræður um tengslin við kennsluna.
Grunn- og framhaldsskóli Össur
Gjóthálsi 5
110 Reykjavík
Viðburði lokið
13. október 2015
Þriðjdagur
15:30-17:30
 Kynning á DeCode
Fyrst kynning á starfsemi DeCode og starfsvettvangi vísindafólk innan fyrirtækisins. Í framhaldi umræður um tengslin við kennsluna.
Grunn- og framhaldsskóli DeCode
Sturlugötu 8
101 Reykjavík
Viðburði lokið
Frestað Kynning á Matís
Fyrst kynning á starfsemi Matís. Í framhaldi umræður um tengslin við kennsluna.
Unglingastig og framhaldsskóli Matís
Vínlandsleið 12
113 Reykjavík
Frestað
Liðnar menntabúðir veturinn 2014-2015  
18. mars
Miðvikudagur
kl. 15:30-18
Sólmyrkvi og stjörnufræði
Góðir erlendir sérfræðingar í kennslu stjörnufræði heimsækja menntabúðir náttúrufræðikennara. Hafa þau hlotið verðlaun fyrir framlög sín til vísindakennslu í sínum heimalöndum. Reynsluboltar frá Stjörnufræðivefnum stýra búðunum sem að þessu sinni snúa alfarið að sólmyrkvanum sjálfum sem verður 20. mars. Farið verður ítarlega yfir allt sem tengist sólmyrkva og hvernig unnt er að vinna þvert á greinar að verkefnum tengt myrkvanum.
 Grunn- og framhaldsskóli  Háteigsskóla Afrakstur hér
5. mars
Fimmtudagur
kl. 15:30-18
Veðurfræði og undirbúningur sólmyrkva  Grunn- og framhaldsskóli  Veðurstofa Íslands Afrakstur hér
29. jan.
Fimmtudagur
kl. 15:30-18
Verklegar æfingar í raungreinakennslu – Heimsókn í nýja byggingu FMOS Unglingastig og framhaldsskóli Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Afrakstur bráðum hér
15. jan.
Fimmtudagur
kl. 15-18
Stjörnufræði  Unglingastig og framhaldsskóli  Hagaskóli Reykjavík Afrakstur bráðum hér
18. nóv.
Þriðjudagur
kl. 15-18
 Að vekja áhuga nemenda á náttúruvísindum
Unnið verður með leiðir til að efla áhuga nemenda á náttúruvísindum m.a. stuttar kveikjur og þversagnakennda atburði (e. discrepant events)
Mið- og unglingastig grunnskóla og framhaldsskóli  Fjölbrautaskóli Suðurlands  Afrakstur bráðum hér
13. nóv.
Fimmtudagur
kl. 16-18
Hvað er góð verkleg æfing?
Hópavinna um hvernig við tryggjum gæði verklegra æfinga. Guðmundur Karlsson frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja leiðir vinnuna
Miðstig og unglingastig og framhaldsskóli Foldaskóli Afrakstur hér
8. okt.
Miðvikudagur
kl. 15-17
Verklegar æfingar í líffræði Unglingastig og framhaldsskóli Flensborgarskólanum  Afrakstur hér
29. sept.
Mánudagur
kl. 15-17
Eðlis- og efnafræði
Útikennsla
Unglingastig og framhaldsskóli Menntaskólinn í Reykjavík Afrakstur hér

 

Hvað eru menntabúðir? Menntabúðir er samkoma þar sem kennarar og leiðbeinendur á öllum skólastigum og þeir sem hafa áhuga á að læra og deila reynslu af náttúrufræðimenntun koma saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Þátttakendur eru í aðalhlutverki í menntabúðum. Menntabúðir eru jafningafræðsluvettvangur fyrir kennara sem stendur þeim til boða að kostnaðarlausu.

Hverjir mega koma? Allir eru velkomnir. Markhópurinn eru grunnskólakennarar á mið- og unglingastigi.

Hvers vegna? Til að læra hvert af öðru, fá kennsluhugmyndir til eigin kennslu, deila góðu hugmyndunum með öðrum og efla samfélag kennara. Lokamarkmiðið er að efla náttúrufræðimenntun barna og unglinga.

Hvernig tekur maður þátt? Þátttakendur eru tvenns konar; með og án framlags. Við hvetjum sem flesta til að sýna eða segja frá einhverju.

Utanumhald: Verkefnið NaNO (Náttúruvísindi á nýrri öld) hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands í samvinnu við Náttúrutorg bjóða öllum náttúrufræði- og raunvísindakennurum til menntabúða.

Veturinn 2014-2015 verða menntabúðir haldnar mánaðarlega. Í hverjum búðum verður eitt þema. Þátttakendur eru beðnir að koma með framlag í búðirnar og munu skipuleggjendur sjá til þess að nóg verði í boði. Framlög í efni námsbúðanna eru ekki skilyrði fyrri þátttöku enda gæfist varla tími til þess ef allir væru með innlegg. Þátttakendur eru hinsvegar hvattir til þess að koma með framlög. Skólastigið er einungis til viðmiðunar, allir eru velkomnir á allar menntabúðir.

Skráning á viðkomandi menntabúðir fer fram hér fyrir ofan.

Framlag gæti verið:

  • að segja frá kennsluhugmynd
  • spyrja spurningar eða velta upp vandamáli
  • sýna vefsíðu/app/myndband og útskýra hvernig slíkt nýtist í kennslu
  • koma með tól og tæki og leyfa fólki að prófa og gera verklegar æfingar og tilraunir
  • koma með græjur og vera með sýnikennslu
  • deila hverju sem er sem kennurum gæti þótt gagnlegt og fróðlegt varðandi kennslu

Menntabúðir eru þátttakendum að kostnaðarlausu.

Frekari upplýsingar veita:

Svava Pétursdóttir (svavap@hi.is, 525-5364), verkefnastjóri hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Birgir Ásgeirsson (Höfuðborgarsvæði, birgira@hi.is, 525-5374) verkefnisstjóri NaNO (Náttúruvísindi á nýrri öld) hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Ester Ýr Jónsdóttur (Suðurland, esteryj@hi.is, 525-5461) verkefnisstjóri NaNO hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

 

Liðnar menntabúðir.

 

Leave a Reply