Menntabúðir 22. maí 2014

 FRESTAÐ TIL HAUSTSINS

FRESTAÐ TIL HAUSTSINS

DAGSKRÁ

  • Aðalbjörg Ólafsdóttir verkefnisstjóri útikennslunnar við Sæmundarskóla mun segja okkur stuttlega frá því  hvernig útikennslan er skipulögð í skólanum
  • Umræður
  • Hrefna Sigurjónsdóttir frá Menntavísindasviði mun ganga með þátttakendum um útikennslusvæði Sæmundarskóla og vekja m.a. athygli á áhugverðum viðfangsefnum í útikennslu
  • Kaffispjall þar sem kennarar geta skipts á skoðunum og  útikennsluverkefnum

Námsbækurnar : Líf á landi og Lífríkið í fersku vatni eru hafðar til hliðsjónar en geta nýst öllum skólastigum.

Menntabúðir byggjast á jafningjafræðslu, þar sem þátttakendur eða kennarar skiptast á skoðunum og kennsluhugmyndum. Þetta verður með öðru sniði í þetta sinn. Skoðanir og reynsla kennara eru enn aðalatriðið en til viðbótar fáum við fræðslu frá Hrefnu og Aðalbjörgu.

Skráning: Skráning fór fram hér.    Auglýsingu má nálgast hér.

 

Utanumhald: Menntabúðirnar eru skipulagðar af verkefninu NaNO innan Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í samvinnu við Náttúrutorg.