Afrakstur menntabúða um veðurfræði og sólmyrkva

 

Útdráttur af dagskrá og umfjöllun

5. mars 2015 – Veðurstofa Íslands

  • Veðurfræði í skólastarfi  Haraldur Ólafsson, Veðurstofu Íslands

Bók um veðurfræði eftir Markús Á. Einarsson veðurfræðing er gott rit sem unnt er að nota í kennslu.

Veðurstofan hefur hannað spáleik sem gott er að nota í kennslu. Hann er rafrænn á vef Veðurstofunnar þar sem spáð er fyrir um veðrið á völdum stöðum. Kennarar geta haft samband við Guðrúnu Nínu Petersen hjá Veðurstofunni (gnp(hjá)vedur.is), og óskað eftir því að leikurinn sé keyrður.

Gagnabanka Veðurstofunnar má finna á brunnur.vedur.is. Sérstaklega getur verið gott að nota spákortin í kennslu: brunnur.vedur.is/kort/spakort.

  • Nytsamlegt vindakort  Margrét Hugadóttir, Langholtsskóla

Gagnleg síða sem sýnir vindakort myndrænt: http://earth.nullschool.net/

  • Veður í kennslu  Fjalar Freyr Einarsson, Varmárskóla

Hefti sem gott er að notast við í kennslu: Blikur á lofti eftir Einar Sveinbjörnsson.

Nemendur hafa unnið markvísleg verkefni um veðrið í Varmárskóla undanfarin ár.

 

  • Sólmyrkvinn 20. mars nk.  Sævar Helgi Bragason, Stjörnufræðivefurinn

– Allar upplýsingar um sólmyrkvann, sólmyrkva almennt, sólmyrkvagleraugu, kennsluhugmyndir o.fl. má finna á Stjörnufræðivefnum www.stjornufraedi.is

– Sólmyrkvinn verður sendur út í beinni útsendingu á Stjörnufræðivefnum www.stjornufraedi.is ef sky kynni að þungskýjað verði hjá einhverjum.

– Allir grunnskólar fá gefins sólmyrkvagleraugu. Helgina 7.-8. mars verða sólmyrkvagleraugu seld í Kringlunni og kosta 500 kr. Nánari upplýsingar um gleraugun fá finna hér ásamt pöntunarformi fyrir skóla. Athugið að sólgleraugu eða 3D-gleraugu gefa ekki góða vörn fyrir augað.

– 20. mars nk. verður sólmyrkvahátíð fyrir utan aðalbyggingu Háskóla Íslands. Klukkan 17:00 hefjast síðan tveir fyrirlestrar í Hátíðasal Háskóla Íslands í tilefni af Alþjóðlegu ári ljóssins. Þar flytur Babak Tafreshi erindi um ljósmyndun næturhiminsins frá ýmsum stöðum á Jörðinni. Að erindi hans loknu flytur Mark McCaughrean, yfirmaður rannsókna- og geimkönnunar hjá Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) fyrirlestur um rannsóknir Rosetta geimfarsins og könnun sólkerfisins.

– Kassinn Universe in a box er fáanlegur í gegnum síðuna unawe.org/resources/universebox.

– Kennarar sem vilja fá jarðarboltann geta haft samband við Sævar á saevar(hjá)stjornuskodun.is.

– Fjallað verður um stjörnufræði í kennslu í Landanum á RÚV sunnudaginn 8. mars 2015. Sjá hér.

– Allir kennarar eru hvattir til að fara út með nemendum sínum og fylgjast með sólmyrkvanum.