Hér eru flest allt það sem markvert kom fram í Menntabúðum í eðlisfræði. Textinn er ósköp hrár og meira þátttakendum til upprifjunar. Allar viðbætur og leiðréttingar eru vel þegnar á svavap@hi.is. Sérlega textabútar um það hvað er verið að fjalla um, hvað sé hægt að velta upp með nemendu og hvað sé ætlast til að nemendur læri og hugsi og geri meðan á slíku stendur.
Dönsk síða með mikið af eðlisfræðitilraunum, bæði leiðbeiningar og útskýringar með myndum http://www.fysikbasen.dk/English.php?page=Forside
Jens Karl:
Til að sýna að loft tekur meira pláss en fast efni má setja edik í hálfslítra gosflösku,(borðedik 5%) 1-2 tsk matarsóti vafinn í dagblað og sett í flöskuna. Hún er svo lokuð með korktappa. Í koltvísýringur losnar og blæs út flöskuna og ef vel tekst til skýst tappinn úr flöskunni með miklum látum. Annar möguleiki er að setja blöðru á stútinn og láta efnablönduna blása út blöðruna. (hinn möguleikinn er að gera rakettu sjá hér )
Rafmótorar, uppskrift og vinnublað hér.
Einnig talaði Haukur um Einpóla rafmótorar: Þeir geta verið skemmtilegt innlegg í kennslu um rafmagn og segulmagn og um tækni. (Á ensku eru notuð orðin „monopolar motor“ og „homopolar motor“ um fyrirbærið.) Hér er listi af áhugaverðum myndböndunum af fyrirbærinu:
http://www.youtube.com/watch?v=EkU_JmtH3PU
http://www.youtube.com/watch?v=F8AOCvmmjdc
http://www.youtube.com/watch?v=q-mJl8IdmgI
http://www.youtube.com/watch?v=M0YRslyGiOI
http://www.youtube.com/watch?v=KCYiexKCYW0
http://www.youtube.com/watch?v=UuIvIhZ2rRI
Nota má töskuvog við að gera athuganir með viðnám. Líma misgrófan sandpappír á borð og festa mælinn við flatt lóð sem dregið er með jöfnum hraða eftir sandpappírunum. Kg sem mælirinn sýnir margfölduð með 10 til að fá út Njúton.
Jens sýndi líka sýnitilraunir með natrín. Þær má sjá á síðu Efnisheimsins hér .
Hann notaði litvísinn Fenoltalín, sem verður bleikur ef hann fer undir ph7, gerði í 500 ml bikarglasi og vatnið verður smám saman bleikt, vítissóti sem fellur út,
Tvíbrýtur síupappír og setur í trekt, eða kaffipoka, trektin er til að þrengja að vetninu.
Setja aðra málma (ál, járn, kopar) út í vatnið til samanburðar til að fá umræðu um ryð,
Í framhaldi af því var talað um stillingu efnajafna og minnt á vefsíðuna Chembalancer sem er mjög gagnleg við slíkt
Í umfjöllun um eðlismassa má sökkva gosdósum í vatn. Þær sökkva mismunandi. Spinna má umræður um mismunandi eðlismassi sykurs og gerfisykurs. Tilraunin þykir heppnast betur með hálfslítra dósum en 3.33cl dósum.
Einnig í tengslum við eðlismassa og flot hluta sýndi Jens stálkúlur sem fá má hér. Þær eru jafnþungar en misstórar og sú stærri flýtur sjá myndbandið hér að neðan.
Sagði líka frá því að helíum blaðra kæld í köfnunarefni, sekkur köld og flýtur heit.
Haukur Arason benti á þessar bækur, fullar af einföldum tilraunum.
Unesco bókin, http://www.arvindguptatoys.com/arvindgupta/unescoprimary.pdf
http://unesdoc.unesco.org/images/0000/000056/005641E.pdf
Jens Karl sýndi hvernig beygla má gosdósir með því að þétta vatnsgufu. Hita um 1 cm af vatni við gasloga í ½ lítra áldós, vatnið verður að sjóða vel svo dósin fyllist af vatnsgufu, vera snögg/ur að setja yfir í vatnið, láta opið snerta vatnið en ekki ofaní, með opið fyrst. Gufan snöggkælist og dósin fellur saman með látum, þrýstingurinn fellur í dósinni og loftþrýstingur andrúmsloftsins kremur dósina, nota suðuhanska.
Velta fyrir sér með nemendum : af hverju þarf vatnið að vera þarna?
Mælti með bláum gaskútum (sjá mynd) sem fást á bensínstöðvum.
Vatnsgufa hefur 1600 sinnum meira rúmmál en vatn http://www.visindi.is/grein/hvernig_myndast_goshver
Hér má sjá sömu tilraun í stærri stíl:
Fjalar talaði um nauðsyn þess að tala nemendur í gegnum sýnitilraunir og benti á að gott geti verið að gera þær undir vefmyndavél og varpa á skjá svo allir sjái vel. T.D þessa sem fæst hér og eflaust víðar.
Hann talaði einnig um vinnubækur. Mikilvægt að kenna vinnubrögð, forsíðu, efnisyfirlit, tekur vinnubækurá miðri önn og í lok annar gefur nemendum upplýsingar um hvað þær eigi að innihalda og metur eftir kvarða.
Hvirfilbylur í flösku má útbúa með því að bora með 6mm bor í gengum tappa á tveim 2 l flöskum, líma þá svo saman með tonnataki, og teipa saman í lokin. Litað vatn er svo sett í aðra flöskuna 3/4 full, tapparnir settir á og snúið til að skapa Hringhreyfingu til að fá hringstraum, þyngdaraflið togar niður vökvann en hringhreyfingin gerir strauminn liprari meðal annars vegna þess að loft kemst upp í miðjunni (annars skila leitarorðin “tornado in a bottle” ótal myndum og leiðbeiningum) t.d. þá hér að neðan. Svona tvöfalda tappa má stundum kaupa, t.d. á bókamarkaði í Perlunni en einnig hjá Teachersource á $2. Meiri upplýsingar um hvað læra má að þessu og hvernig virkar má finna hér.
Æfingar með hljóð
Jens Karl ætlaði að sýna okkur myndbandið Cymatics , John M. Campell um hljóð, tónlist, form, eðlisfræði kannski þetta ? en ekki gafst tími í það.
Fjalar sýndi 20 m rör keypt í Bauhaus, notað til að skoða hljóð. Einn nemandi fer með endann á rörinu í næsta herbergi og talar svo við annan á hinum endanum. Í rörinu þrengist að hljóðinu það berst bara í einni vídd, það dreifist ekki neitt, í herbergi dreifist það og dempast í þrem víddum, þegar þú setur hendurnar að munninum til að kalla ertu að minnka dreifinguna.
Bent var á að hæft er að fá smáforrit í snjallsíma til hljóðmælinga finna má nokkur svoleiðis fyrir android í Playstore með leitarorðunum “sound meter” eða “noice meter” og eins fyrir ios.
Margrét sýndi hvernig búa má til lúður. Hálfslítra flaska, blaðra og rör, , blaðran sett utanum flöskustútinn, pínu gat á blöðruna og rörinu troðið þar í og límt með límbandi við blöðruna, sjá mynd.
Mikla kátínu vakti það að taka gorm (slinky) sem til fæst í leikfangabúðum og tiger. Binda í hann tvö bönd með lykkju á endanum sem hengdar eru á eyrun. Svo er farið upp á stól og gormurinn láttinn falla. Sá sem er með gorminn hengdan á eyrun heyrir mikið hljóð svo tísti í fólki af kátínu. Þetta hljóð ku hafa verið notað í geislasveriðin í Star Wars 1972. Eftir það skapaðist líka umræða um að skemmtilegt væri með nemendum að búa til bíómyndhljóð (sound effects).
Önnur útgáfa af svipuðu er að taka stóra málmausu og hengja á eyrun og slá svo í ausuna með málmhlut, það ku skapa skemmtilegt hljóð.
Margrét sýndi að ferð til að “sjá” hljóðbylgjur. Þá er strengd blaðra yfir annan endan á gráu röri og límt á hana spegill (brot). Þessu er komið fyrir á tilraunastand. Á annan tilraunastand er festur laser sem beint er að spegilbrotinu svo speglunin lendi á hvítum vegg þar sem allir sjá vel. SVo er æpt og kallað í gráa rörið og hljóðbylgjurnar hreyfa blöðruna og geislinn sést hreyfast.
Svona Rubens rör má sjá hjá Háskólalestinni þegar hún er á ferðinni.
Í umfjöllun um hljóð er skemmtilegt að fjalla um það að hver einstaklingur heyrir ekki allar bylgjulengdir, til eru víst hringitónar sem við gömlu kennararnir heyrum ekki, leita má að “ringtones teachers can´t hear” einhver moskító hljóð af tíðni sem fullorðnir heyra ekki. sjá myndbandið:
Svo eru önnur sem spila mismunandi tíðni, t.d þetta og þá má biðja nemendur að grúfa fram á borðin og rísa upp þegar þau heyra hljóðið. Líkt og gera má þegar gerð er tilraun um lyktnæmi með því að opna eitthvað með sterkri lykt, hvítlauk, ilmvatni, ammoníak í einu horninu dreifa lyktinni svo með viftu úr tiger (svipað og maður fær sér á sólarströnd) og taka myndband á meðan. Þegar allir nemendur eru orðnir uppréttir er þeim sýng myndbandið og þá sjá þau að þau risu upp á mismunandi tímum.
Sigrún Þóra sýndi hvernig gera má magnari og morstæki með nemendum en hún hafði lært það á námsskeið hjá Flemming Madsen sem er höfundur námsefnising Rafmagn þar sem gefnar eru ítarlegar leiðbeiningar. Hlutina má fá hjá Íhlutum þeir útbua sett, ca. 1000 kr settið. Tekur tvo tvöfalda tíma. Bent var á að líka megi setja hátalarann í pappakassa.
Bílagerð, fá má hjól/dekk í Handverkshúsinu, nemendur finna annað efni í grind og öxla, búa til bíla, mæla vegalengd og tíma og reikna hraða , af bíl sem fellur af rampi, virkar mjög vel að vinna með hraða lengd og tíma. (þessi setning þýðir kannski eitthvað fyrir þá sem voru á staðnum en í glósunum stóð: “Músagildrur sem knýja áfram bíl, dós teygja inni í dósinni, lóð fest á miðri teygjunni”)
Lögmál Bernoullis, hárblásari og borðtenniskúla, halda henni uppi með blæstrinum og líka blöðru, fer upp í allt 3 m hæð. Best er að kaupa öflugan hárblásara í (t.d. í Elko) með mjóum stút.
Talíutilraunir, setja nemendur í slöngu, (sjá mynd) þarf að bora festingu upp í loftið fyrir pendúltilraunir, bora beint í steypu.
Þormóður sýndi Fizz keeper. þetta er græja til að halda gosi í gosdrykkjum. Í kennslu má nota hann í umfjöllun um loftþrýsting:
Setja blöðru í tveggja lítra flösku, svo endinn standi upp úr, ekki er þá hægt að blása í hana, setja sogrör niður með svo hægt sé að blása í hana(þá kemst loft út úr flöskunni. Binda fyrir og ýta henni neðar í flöskuna. Setja þrýstingstæmara (3.90 sent, fizz keeper, pump cap) á flöskun og pumpa duglega og lengi. Þrýstir lofti ofaní flöskuna og blaðran lætur undan þrýstingnum inni í flöskunni og minnkar.
Jens Karl sagði Djúpsprengja/tundurdufl – upprifjunartilraun
Taka í sundur “frosk” langa græna sprengju, þyngja hana með kennaratyggjó á nokkrum stöðum, kveikja og fleygja strax í vatn. Sjá myndband hér
Hugtök sem rifja má upp:
Efnahvarf
Hamskiptir
Efnaleysing
Eðlismassi
Höggbylgja
Ljós
Hljóð
Reykur
Fjalar lét útbúa snúð (gyroscope) hjá Erninum og kostaði hún 15 þúsund. Notuð var gjörð fyrir BMX hjól þar stand pedalarnir henta vel sem handföng. kostar 47 þúsund hjá A4. sem er einföld lausn.
Aðföng sem voru nefnd:
– seglar, seglar á tússtöflur ku fást í Verkfæralagernum, fimm innií og taka í sundur
– sagan segir að Ari Ólafsson selji mjög sterka segla
– stækkunargler í Tiger, reyndar virðist vera töluvert margt sem gott er að grípa með sér út Tiger.
– miklar umræður sköpuðust um krufningar og sérlega hvort krufningar á naggrísum og rottum sem væru jafnvel alin upp í þessum tilgangi ættu rétt á sér. En slíkt má fá á Keldum, en aðrir vildu meina að dýrin væru þá búin að gegna tilgagni sínum sem tilraunadýr, sel slíkt ekki dýrara en ég keypti það. Myndin “From farm to fridge” var nefnd í þessu sambandi.