Efnafræði vor 2013

13. mars voru haldnar Menntabúðir í verklegum æfingum í efnafræði í Langholtsskóla. Tuttugu kennarar mættu til að skiptast á hugmyndum og reynslu.

Fyrir neðan myndirnar er listi yfir þær hugmyndir sem sagt var frá, reynt var að halda glósunum í tímaröð en samt halda saman efni frá hverjum kennara. Ekki er víst að glósurnar nýtist öllum en efni  má líka finna meira flokkað hér í tenglasafni Náttúrutorgs og hér í vísi að gagnabanka.

 

Ingibjörg Varmárskóli
Yngstastig Námsefnið Berta´s book af experiments. Söguaðferð í náttúrufræði.  Neðst er bókin á ensku, Ingibjörg úr Varmárskóla sagði frá Bertu sem hún notar í tilraunasmiðjum með 5-7 ára nemendum. ‘Í bókinni er sagt frá Bertu og hver kafli endar á tilraun. Með bókinni er hægt að fá stóra flettibók og handbrúðu. (búin að finna tengil er á FB)Sýnitilraunir. Mikilvægt að láta nemendur koma með tilgátur áður en breytur eru prófaðar. Eðlismassatilraun í mæliglasi með sýrópi, vatni (t.d. með matarlit), matarolíu, rauðspritt, ýmsir hlutir.
Stjörnumerkin: Stjörnumerkin gerð í botninn á swiss miss dós. Götin eru gerð með síl/ nagla.Það þarf að spegla þegar er gatað, svo er lýst í gegnum dósina t.d. með myndvarpa og stjörnumerkinu varpað á loft og vegg. Þetta má einnig gera með plastglösum og títuprjón og þá geta nemendur átt sinn stjörnubolla. Eða með pappaspjöldum.
Egg í saltbaði.
Verkefni um myndbreytingu
Verkefni um dýr og regnskóg. Stór pappamassadýr. Unnin í þemaverkefnum með nemendum m. Einhverfu.
Dýraverkefni: Kerlingin sem gleypti dýrin. Hver og einn gerir sína kerlingu og læra lagið.
Rjúpnaverkefni: Rjúpur í felulitum. Líkön gerð úr eggjabökkum.
Valgerður Johnsen Valhúsaskóla : 
Reykbomba  sykur og saltpétur (fæst í matvöruverslunum) blandað saman í álpappír og pakkað saman. Kveikur úr bómullarþráði (fenginn hjá handavinnukennara) vættur með rauðspritti og látinn standa út úr
Raketta” úr flösku, matatrsóda og ediki og einfaldur blöðrubíll (gagnkrafta-lögmálið) Í flöskunni er edik og matarsódi í bréfþurrku. Á fjölina hefur verið festur korktappi sem flaskan er sett uppá, þetta skaust svo hátt í loft upp þega nóg gas hafði myndast.
Flöskueldflaug
2 bollar vatn
1 bolli ediksýra
Matarsódi. Spýta með tappa.
Fílatannkrem  
60 ml Vetnisperoxíð: 35% 4:1
Matarlitur
Uppvottalögur
15 gr Kalínjoðíð 1:4
Útvermið efnahvarf. Fínt að mæla hitastig í froðunni, allt að 60°C.
Baðbombur   Hér má finna uppskrift og leiðbeiningar  sítrónusýruna segist Valgerður kaupa hjá Slikkerí
Uppskriftin frá Valgerði:
225 gr matarsódi
115 gr sítrónusýra
115 g kornsterkja (maizena)
115 g sölt (sjávar eða venjuleg)
3/4 msk vatn
örfáir dropar af ilmkjarnaolú (ef þú vilt)
2,5 tsk olía; kókos eða ólífu.
1-2 dropar matarlitur
Þurrefnin mæld og sett í skál. Vökvar blandaðir saman í brúsa og örlitlu hrært út í þurrefnin í einu.
– þrepaeiming, Uppsetning fyrir þrepaeiningu með spritti og vatni, í pokanum er ís til kælingar. (+mynd)
 að kveikja eld án elds  
Eldur með efnafræðinni
Mortel
Pappír
Spritt
1. tsk. kalíumpermanganat,
Brennisteinssýra sett í dropateljara.
Doppað
Spectral analyse efni. Efnin eru merkt númeri. Spæjaraleikur. Hvaða efni er hvað. Keypt í A4, dýfa bréfaklemmu í efnin og bera að gasloga, efnin loga með mismunandi lit.
Þóra Skúladóttir
Efnahvarf með glúkósa og benediktarlausn. Benediktarlausn inniheldur koparsúlfat, Þóra hitaði tvö glös með lausninni en blandaði glúkósa út í annað glasið. Þegar glösin eru hituð breytist liturinn e það er sterkja/sykrur til staðar en annars ekki. Með því að blanda lausninni við eitthvað sem inniheldur sterkju, t.d mismunandi matvæli má prófa fyrir sterkju. (verkefnablað fyrir nemendur hér)
2 tilraunaglös
Vatn í tvö glös.
Benidiktlausn (inniheldur koparsúlfat) í bæði glösin
Flórsykur (þrúgusykur) í eitt glasið. Hitað.
Ónjútonskur vökvi
Vatn, matarlitur og sterkja (maizenamjöl/ kartöflumjöl)
Oobleck, er skemmtilegt gums nefnt eftir efni í sögu dr. Seuss Hentar vel þegar nemendur læra um þrýsting og hamskipti. Efnið sjálft er mjög sérstakt og hegðar sér ólíkt öðrum efnum. Það er ekkert efni sem við þekkjum sem breytir um ham jafn ört við þrýsting og þetta efni. Nemendur sjá hvernig þrýstingur hefur áhrif á hamskipti en oftast sér maður hamskipti eingöngu við hitabreytingar þar sem þrýstingur er sá sami við sjávarmál. Þetta er líka mjög skemmtilegt og upplífgandi í kennslu og ótrúlegt hvað krökkunum finnst gaman að leika sér að þessu. (Vinnublað fyrir nemendur hér)
Uppskriftin er hér á ensku og lesefni um eiginleika svona vökva hér http://en.wikipedia.org/wiki/Non-Newtonian_fluid og hér sýnir ungur maður hvernig oobleck bregst mismunandi við mismunandi meðhöndlun.Sniðugt – Setja plastfilmu yfir hátalara og láta vökvann „byggja“ turna. http://youtu.be/eA1jSlx9c30 . http://www.instructables.com/id/Oobleck/ http://www.food.com/recipe/dr-seuss-oobleck-289923
Þormóður Logi sýndi handsuðuglas inniheldur vökva sem sýður við lágt hitastig. Sýður við handhita. Gasið sem er með vökvanum þenst einnig út við upphitun. Vökvinn eru “volitail” og sýður við rétt rúmlega stofuhita. Þetta er handhægt dæmi um suðu og gott þegar er verið að skíra út fyrir nemendum hvernig efni hafa mismunandi bræðslu og suðumörk.  Glasið var keypt hjá Educational Innovations http://www.teachersource.com/product/hand-boiler-demonstration/energy
Margrét Hugadóttir sagði frá hvernig hún skipuleggur verklegar æfingar með unglingastigi. Í stofunni eru skápar merktir númerum hópa, þar sem hver hópur hefur aðgagn að búnaði. Kennari skipar ábyrgðaraðila sem sækir búnaðinn og ber ábyrgð á að hópurinn gangi frá eftir sig. Kennari skipar í hópa fyrir hverja lotu.
Þrýstingur Margrét sýndi hvernig skoða má tengls milli þrýstings og suðumarks. Ef dregið er ca. 60° heitt vatn í sprautu og bullan svo dregin upp minnkar þrýstingurinn í sprautunni og vatnið fer að sjóða.
Sprauta 60 ml. Ca 10 ml af 50 gráðu heitu vatni. Vatn sýður við 50 gráður þegar maður minnkar þrýsting í sprautunni.
Margrét sagði frá verkefni um hagnýt efni sem unnin eru í 8. bekk. (hér má nálgast verkefnið)
Yfirstrikunarpennar vantar stutta lýsingu
Fjalar Varmárskóla,
Gasbrennarar Vængjaskrúfa límd með Wurth tonnataki – Gelform. SKF
Að gera við vogir Vogir- gömlu. Hægt að stilla þær með 3 stilliskrúfum. Undir vogardisknum eru lóð, bæta má við skinnum til að stilla þær upp á nýtt  (væri gott að fá mynd og lýsingu)
Dekk sem snýst  Varðveisla hverfiþunga
DISTICA (áður Gróco)  sérhæft í tækjum og rekstrarvöru fyrir rannsóknastofur. var nefnt nokkuð oft í umræðunni. Okkar tengiliður þar er Guðjón gudjon(hja)distica.is
Haukur Arason benti á PhET Hermilíkön og sýndartilraunir bæði úr efnafræði og eðlisfræði og BEd verkefni Önnu S. Sigurjónsdóttur um þessar sýndartilraunir. Greinagerð verkefnisins inniheldur kennsluleiðbeiningar.http://phet.colorado.edu/ http://hdl.handle.net/1946/12850 http://edlisfraedikennsla.wordpress.com/
Svava Pétursdóttir sagði frá vefsíðu til að æfa stillingu efnajafna Chembalancer að stilla efnajöfnur http://funbasedlearning.com/chemistry/chembalancer/default.htm

Leave a Reply