Afrakstur menntabúða um líffræði mannslíkamans

 

Útdráttur af dagskrá og umfjöllun

28. október 2013 – Réttarholtsskóla

 

Kynning – Birgir U. Ásgeirsson, HÍ

Fumuskoðun – Ester Ýr Jónsdóttir, FSU og HÍ

Fjallaði um kartöflur og joð. Kartöflur innihalda mikla sterkju sem sést vel sem verður dökk þegar litað er með joðinu. Unnt að skera örþunnt lag með hníf og setja á gler. Borgar sig að geyma joð í brúnni flösku með álpappír utan um.

Einnig unnt að taka sýni af laufblöðum. Þá er unnt að taka þunnt lag neðan af t.d. ösp eða birki. Mögulegt að ná loftaugunum.

Gott að hafa góða tölvutengda víðsjá.

Í Einkennum lífvera (bls. 68) er góð æfing í að nota smásjá í fyrsta skipti.

Það er líka hægt að taka mynd á snjallsíma úr venjulegri smásjá.

 

 

Spjaldabunkar o.fl. – Anna Halldórsdóttir, Lindaskóli

Sýndi myndir úr krufningu á músum.

Nemendur gera skýrslu og verkefni. Verkefnið snýst um að fara í gegnum líffærin sem þau eru búin að læra um, finna líffærin og leggja þau á blað, og merkja við hvaða líffæri það eru, teikna upp skrefin, hvernig líffærin liggja.

Væri gott að fara í siðfræðisumræðu í kringum krufningu, að bera virðingu fyrir lífi.

Stundum hefur verið hægt að fá fisk á fiskmarkaði og hjá smábátasjómönnum (kannski hjá fiskeldi líka).

Spjaldabunkar eru notaðir til að læra um líffæri og líffærakerfi.

Alias notað í líffræðikennslu – t.d. í Verzlunarskólanum og hefur tekist vel. Þá útskýra nemendur hugtök hver fyrir öðrum án þess að nefna hugtakið sjálft. Hinn/hinir eiga svo að giska. Væri líka hægt að láta nemendur útbúa spjöldin sjálf – láta þau vinna sem sérfræðingar. Það er einnig efasemdir um að sérfræðingavinnu, hvort að svona vinna skili sér til hinna.

Kennsla í 9. bekk – Nanna Traustadóttir, Garðaskóli

Sýndi glærur og verkefni um púlsmælingar.

Glærurnar er hægt að nálgast hér.

Verkefnið er hægt að nálgast hér.

 

 

 

Virkni húðar, gerð augna og sjón- og jafnvægisskynjun – Stefán Bergmann, HÍ

Benti kennurum á góða bók: 17. útgáfa af Menneskets physilogie.

Spjall um mannslíkamann sem námsefni, flest er ósýnilegt og ósnertanlegt. Þó ekki húðin. Húðin er oft vanrækt sem möguleiki í kennslu.

Umfjöllun um sjónina. Gott að kanna blinda blettinn og sjónsviðið.

Æfing um að horfa á blað með mynd og skoða svo hvað sést á hvítu blaði. Tengt minni í frumunum/heilanum.