Menntabúðir 2017-2018

Menntabúðir náttúrfræðikennara voru haldnar einu sinni þennan veturinn.

Dagsetning Efni Stig (til viðmiðunar) Staðsetning Skráning
22. mars
Fimmtudagur
15:00-17:00
Vísindavaka
Í menntabúðunum kynna Margrét Hugadóttir og Dögg Lára Sigurgeirsdóttir náttúrufræðikennrar námsefnið Vísindavöku. Námsefnið samanstendur af kennslumyndböndum auk kennsluleiðbeininga og tillögum að námsmati. Markmið Vísindavöku eru að nemendur verði færir til að tjá sig um vísindalegt ferli og geti beitt orðinu "breyta". Verkefnið er ætlað nemendum í 6.-10. bekk og getur verið endurtekið árlega. Í erindinu velta þær upp spurningum um hvað sé góð verkleg æfing? Hvernig hægt sé að auka vægi nemendanna sjálfra í verklegum æfingum? og hvernig hægt sé að kenna um breytu á árangursríkan hátt? Hvernig má meta verklega kennslu með tilliti til hæfniviðmiða? Í kjölfar erindisins fer fram "ör" vísindavaka þar sem þátttakendur fá tækifæri til að setja sig í spor nemenda og hanna eigin tilraun sem tengist daglegu lífi eða prófa að setja þekkta tilraun í nýjan búning með könnun nýrrar breytu.
Grunnskóli Náttúrufræðistofan í Langholtsskóla – stofa C-05
Reykjavík