Afrakstur menntabúða um sýndartilraunir

 

Útdráttur af dagskrá og umfjöllun

13. nóvember 2013 – Verzlunarskóla Íslands

 

Almenn umfjöllun um sýndartilaunir – Haukur Arason, HÍ
Fjallaði um sýndartilraunir almennt. Benti á síðuna http://phet.colorado.edu/. Þar eru margar sýndartilraunir fyrir öll skólastig.
– Sýndartilaunir koma ekki í stað venjulegra tilrauna, heldur góðar sem viðbót.
– Sýndartilraunir draga fram ákveðna þætti sem við viljum leggja áherslu á.
– Sýndartilaunir eru ekki fullkomnar, stundum gallar.
– Geta verið þægilegar; enginn frágangur; taka styttri tíma; oft unnt að gera tilraun á einhverju sem erfitt er að framkvæma í raun.

 

sunny_meadowsHugmyndir af vefsíðum – Svava Pétursdóttir, HÍ
– Algodoo; forrit til að búa til hermilíkön í eðlisfræði.Benti kennurum á bloggið sittt, http://svavap.wordpress.com/ þar sem umfjöllun um sýndartilraunir er að finna. Má þar nefna:
Sunny Meadows; hermilíkan sem hermir eftir þróun vistkerfis.
– Circuit World; forrit þar sem unnið er með rafrásir.
Um rafmagn frá BBC; hentar þeim yngstu. Meira um rafmagn.
– Kjarnaklofnunarver, hermilíkan á þýsku og kjarnorkuver, á ensku.
circuit_worldSvava bendir einnig á BEd verkefni Önnu S. Sigurjónsdóttur um sýndartilraunir. Því fylgir vefur með góðum útlistunum á nokkrum tilraunum og hvernig megi nýta þær í kennslu http://edlisfraedikennsla.wordpress.com/gagnvirkir-visindahermar/.

Eiríkur Örn Þorsteinsson gerði BEd verkefni um varmafræði fyrir unglingastig grunnskóla þar sem hann notar Phet sem Haukur hafði bent á.

 

Erfðafræði með sýndartilraunum – Valgarð Már Jakobsson, Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ

Sýndi sýndartilraunir sem notaðar hafa verið í erfðafræðikennslu í FMos: http://learn.genetics.utah.edu/

Benti einnig á þessa síðu: http://www.nobelprize.org/educational/

Frekar umræðu má sjá á Fésbókarsíðu náttúrufræðikennara.