Afrakstur menntabúða um vatn

 

Útdráttur af dagskrá og umfjöllun

3. apríl 2014 – Sunnulækjarskóli, Selfossi

 

  • Gyða Björk Björnsdóttir – Flúðaskóla

Gyða sýndi okkur og sagði frá hinu og þessu sem hún notar í kennslu. Gyða kennir ákveðin viðfangsefni í stað faga.

Notar mikið af stöðvavinnu þar sem nemendur gera oft mismunandi verkefni. Það gera ekki allir það sama.

Notast mikið við Nearpod sem er ókeypis forrit á netinu. Býr til ,,fyrirlestra” þar sem nemendur nota iPad í tíma til að fylgjast með. Í fyrirlestrunum eru verkefni og vefsíður inni á milli. Nemendur halda því frekar athygli. Einfalt í notkun.

Gyða notast mikið við Hvítbókina. Þar er sérkafli með hugtökum sem getur verið gott að vinna með.

Notar oft sýndartilraunir á vefnum hér.

Unnt er að fylgjast með verkefnum í Flúðaskóla hér á vefnum.