Afrakstur menntabúða um verklega eðlisfræði

 

Útdráttur af dagskrá og umfjöllun

12. febrúar 2014 – MH

  • Stöðvavinnubæklingar – Hildur Lilja Guðmundsdóttir, Þjórsárskóli

– Notar stöðvavinnu í eðlisfræðikennslu. Sýnishorn af stöðvavinnublöðum um orku og virkjarnir af unglingastigi eru hér. Sýnishorn af stöðvavinnublöðum á miðstigi eru hér.

– Umræða um kolefnishringrásina og niðurdælingu koltvísýrings og brennisteinsvetnis. Hér er tengill á CarbFix verkefni Orkuveitu Reykjavíkur. Hér er tengill á CarbFix leik Orkuveitunnar.

– Umræða um metan. Vantar efni um framleiðsluna. Eitthvað er um fræðsluefni hjá Sorpu og unnt að koma með hópa í kynningar. Sjá hér.

  • Scientix  Fjalar Freyr Einarsson, Varmárskóli

– Ísland tekur þátt í samevrópsku Scientix verkefni. Ýmis tækifæri fyrir íslenska náttúrufræðikennara, bæði hvað varðar aðgang að námsefni og aðgang að fjármagni til verkefna. Nánari upplýsingar á heimasíðu Scientix og með því að hafa samband við tengiliðina á Íslandi. Hér eru glærurnar frá Fjalari með nánari upplýsingar.

– Tengiliðir Scientix á Íslandi eru: Fjalar Freyr Einarsson, Varmárskóla, fjalar@varmarskoli.is, Guðjón Andri Gylfason, Menntaskólanum á Akureyri, andri@ma.is og Jóhanna Arnórsdóttir, Menntaskólanum í Reykjavík, johannaa@mr.is. Skólum, faggreinafélögum, námsbrautum kennaranema og öðrum þeim sem koma að raungreina- og tæknikennslu á Íslandi býðst kynning á Scientix verkefninu eftir samkomulagi við ofangreinda tengiliði.

– Næsta Scientix ráðstefna verður  24.-26. október 2014 í Brussel. Kennarar eru hvattir til að sækja um að fara á heimasíðu Scientix þegar auglýsingin kemur.

  • Haukur Arason – Háskóli Íslands, Menntavísindasvið

– Við veltum fyrir okkur tilgangi og markmiðum verklegrar kennslu.

– Fram kom að verkleg kennsla ein og sér er enginn árangur, hún getur jafnvel skaðað hugtakaskilning ef ekki er rétt haldið á spöðunum.

– Góður kafli er í bók Bennetts um verklega kennslu. Kaflann má nálgast hér.

Stop faking it bækurnar geta gagnast kennurum sem kenna eðlisfræði á tvennan hátt. Í þeim er fjöldinn allur af verklegum athugunum sem stutt geta við hugtakaskilning nemenda. Í bókunum er jafnframt unnið með tengsl þessara verklegu athuganna við fræðilegar hugmyndir. Bækurnar geta þannig verið grundvöllur undir kennslu sem miðar að hugtakaskilningi með öflugu samspili verklegrar og fræðilegrar kennslu. Þær eru fáanlegar á vefnum en eru einnig til á bókasafni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

– Sumir nota síðuna www.random.org þegar velja á nemendur til að kynna/segja frá.

  • Þröstur Hrafnkelsson – Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ

– Benti á notkun iPad til að mynda tvívíða kasthreyfingu. Unnt er að vinna með ferilinn svo rafrænt. Hér má nálgast forritið Tracker.