Oobleck, er skemmtilegt gums nefnt eftir efni í sögu dr. Seuss Hentar vel þegar nemendur læra um þrýsting og hamskipti. Efnið sjálft er mjög sérstakt og hegðar sér ólíkt öðrum efnum. Það er ekkert efni sem við þekkjum sem breytir um ham jafn ört við þrýsting og þetta efni. Nemendur sjá hvernig þrýstingur hefur áhrif á hamskipti en oftast sér maður hamskipti eingöngu við hitabreytingar þar sem þrýstingur er sá sami við sjávarmál. Þetta er líka mjög skemmtilegt og upplífgandi í kennslu og ótrúlegt hvað krökkunum finnst gaman að leika sér að þessu.
Uppskriftin er hér á ensku og lesefni um eiginleika svona vökva hér http://en.wikipedia.org/wiki/Non-Newtonian_fluid og hér sýnir ungur maður hvernig oobleck bregst mismunandi við mismunandi meðhöndlun.og svo má setja þetta á hátalara sjá: http://youtu.be/eA1jSlx9c30 .