Menntabúðir haustið 2013

Náttúrutorg býður öllum náttúrufræði- og raunvísindakennurum til menntabúða.

Veturinn 2013-2014 verða menntabúðir haldnar mánaðarlega. Í hverjum búðum verður eitt þema. Þátttakendur eru beðnir að koma með framlag í búðirnar og munu skipuleggjendur sjá til þess að nóg verði í boði. Framlög í efni námsbúðanna eru ekki skilyrði fyrri þátttöku enda gæfist varla tími til þess ef allir væru með innlegg. Þátttakendur eru hinsvegar hvattir til þess að koma með framlög.

Fljótlega kemur hér dagskrá vetrarins.

Framlag gæti verið:

  • að segja frá kennsluhugmynd
  • spyrja spurningar eða velta upp vandamáli
  • sýna vefsíðu/app/myndband og útskýra hvernig slíkt nýtist í kennslu
  • koma með allar græjur og leyfa fólki að prófa og gera verklegar æfingar og tilraunir
  • koma með græjur og vera með sýnikennslu
  • í raun deila hverju sem er sem kennurum gæti þótt gagnlegt og fróðlegt varðandi verklega kennslu

Menntabúðir eru þátttakendum að kostnaðarlausu.

Frekari upplýsingar má fá hjá Birgi á [email protected] og í síma 525-5374