Afrakstur menntabúða um útikennslu í eðlis- og efnafræði

 

Útdráttur af dagskrá og umfjöllun

29. september 2014 – Menntaskólinn í Reykjavík

Menntabúðir MR sept 2014

  • Verkefni – Birgir, MR

Birgir deildi hugmynd að útikennsluverkefni fyrir framhaldsskólanemendur. Sjá verkefnið hér. Hann varpaði spurningum fram hvort verkefnið væri ómarkvisst og hvort tíminn nýtist e.t.v. illa. Snýst um m.a. að breyta á milli rúmmetra og lítra.

  • Bók og vefsíða um útikennslu  – Auður, HÍ

Auður benti á nýútkomna bók og vefsíðu um útikennslu. Ummræða myndaðist um að mikilvægt sé að þjálfa nemendur í útikennslu. Nota fyrst mótuð verkefni og svo ómótaðri.

Umræður voru um hvað útikennsla sé. Ef nemendur eru úti, er það þá útikennsla? Eða er ekki nóg að vettvangurinn sé úti, þarf innihald námsins líka að tengjast umhverfinu?
Unnt er að kaupa vindmæla í Tiger.