Afrakstur menntabúða um verklegar æfingar í líffræði

 

Útdráttur af dagskrá og umfjöllun

8. október 2014 – Flensborgarskólanum

Flensborg okt 2014

  • Verkefni – Hólmfríður, Flensborg

– Hólmfríður sýndi hópnum verkseðla um tilraunir sem þau gera í Flensborg í NÁT 123, LÍF 103 og LÍF 203. Miklar umræður spruttu út frá verkseðlunum. Margar af tilraununum eru álíka eða þær sömu og gerðar eru í sumum grunnskólanna. Umræður um að nemendur geti  týnt sér í tækjunum og æfingunum og vandi sé að beina þeim að því hvað þau eigi að læra af æfingunni (ATH það er efni næstu menntabúða). Verkseðlana er unnt að nálgast hér.

  • Ýmislegt – Birgir, Breiðagerðisskóli

–  Birgir sagði frá því að í skólanum hjá honum rækta þau kartöflur og paprikur sem svo er borðað í skólanum.

– Sólblómafræ sett í bómull eða pappírsþurkku í geisladiskahlustur sjá t.d. hér http://www.instructables.com/id/Gardening-Science-Investigating-Germination/  og hér http://www.ecoliteracy.org/sites/default/files/uploads/shared_files/CEL_mini_greenhouse_activity.pdf

– Að læra um vistkerfi og nauðþurftir lífvera. Hanna veru og segja frá nauðþurftum sinnar veru (hvað hún borðar, hvernig hún fjölgar sér, hvaða lífsskilyrði hún þurfi, hita, raka o.s.frv.) og hanna umhverfið sem hún lifir í í kassa undan ljósritunarpappír.
  • Ýmislegt – Betty, Víðistaðaskóli
– Nemendur gera dýragarð, velja heimsálfu og hvað dýr séu einkennandi fyrir hana. Hvernig vistkerfi þau lifi í.
– Velja vistkerfi 1×1 m fylgst með því allan veturinn, mælir með því að hafa fífil í vistkerfinu, nemendur fara einu sinni í mánuði  út í lok kennslustundar og skrá hvað hefur gerst og taka myndir. Vekur upp ýmsar umræður.
  • Verkefni – Jóhann, Flensborg

– Jóhann kennir m.a. vistfræði í Flensborg og sýndi hópnum verkseðla um vistfræðitilraunir úr LÍF113. Verkseðlana er unnt að nálgast hér.

  • Ný vistfræðikennslubók – Margrét, VÍ

– Margrét sýndi okkur nýja vistfræðikennslubók sem hún er að ljúka lokahönd á.

 

Annars fóru umræðurnar um víðan völl sem erfitt var að festa hendi á en þátttakendur tóku þátt af lífi og sál. Hér má sjá fleiri myndir.

Flensborg okt 2014