Útdráttur af dagskrá og umfjöllun
8. október 2014 – Flensborgarskólanum
- Verkefni – Hólmfríður, Flensborg
– Hólmfríður sýndi hópnum verkseðla um tilraunir sem þau gera í Flensborg í NÁT 123, LÍF 103 og LÍF 203. Miklar umræður spruttu út frá verkseðlunum. Margar af tilraununum eru álíka eða þær sömu og gerðar eru í sumum grunnskólanna. Umræður um að nemendur geti týnt sér í tækjunum og æfingunum og vandi sé að beina þeim að því hvað þau eigi að læra af æfingunni (ATH það er efni næstu menntabúða). Verkseðlana er unnt að nálgast hér.
- Ýmislegt – Birgir, Breiðagerðisskóli
– Birgir sagði frá því að í skólanum hjá honum rækta þau kartöflur og paprikur sem svo er borðað í skólanum.
– Sólblómafræ sett í bómull eða pappírsþurkku í geisladiskahlustur sjá t.d. hér http://www.instructables.com/id/Gardening-Science-Investigating-Germination/ og hér http://www.ecoliteracy.org/sites/default/files/uploads/shared_files/CEL_mini_greenhouse_activity.pdf
- Ýmislegt – Betty, Víðistaðaskóli
- Verkefni – Jóhann, Flensborg
– Jóhann kennir m.a. vistfræði í Flensborg og sýndi hópnum verkseðla um vistfræðitilraunir úr LÍF113. Verkseðlana er unnt að nálgast hér.
- Ný vistfræðikennslubók – Margrét, VÍ
– Margrét sýndi okkur nýja vistfræðikennslubók sem hún er að ljúka lokahönd á.
Annars fóru umræðurnar um víðan völl sem erfitt var að festa hendi á en þátttakendur tóku þátt af lífi og sál. Hér má sjá fleiri myndir.