Liðnar menntabúðir 2016-2017

Dagsetning Efni Stig (til viðmiðunar) Staðsetning
26. apríl 2017
Miðvikudagur
15:15-17:15
Tilraunir með rafmagn og segulmagn
Haukur Arason dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands tekur á móti okkur í stofum K201/202 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Menntabúðirnar fjalla að þessu sinni um verklegar athuganir með rafmagn og segulmagn fyrir nemendur á öllum þremur stigum grunnskóla. Haukur mun sýna nokkrar einfaldar tilraunir og einnig gefa þátttakendum tækifæri á að prófa nokkrar tilraunir. Þátttakendur eru hvattir til að deila með sér reynslu af árangursríkum verklegum æfingum í eðlisfræði en einnig koma með spurningar við atriðum sem eru að vefjast fyrir þeim. Umræður verða í framhaldinu og ríkuleg tækifæri gefast til spurninga.
Grunnskólakennarar og aðrir áhugasamir. Í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð – 105 Reykjavík.
31. janúar 2017
Þriðjudagur
15:00-17:00
Orkumál – Landsvirkjun sótt heim
Starfsfólk Landsvirkjunar tekur á móti okkur og fjallar um orkumál. Umræður verða í framhaldinu og er óskað eftir að kennarar deili með sér reynslu af árangursríkum verkefnum í tengslum við orkumál auk þess sem kennarar sem eru áhugasamir um orkumál eru hvattir til að mæta og kynna sér málið – ríkuleg tækifæri gefast til spurninga.
Grunn- og framhaldsskóli Í húsnæði Landsvirkjunar – Háaleitisbraut 68 – 103 Reykjavík
8. nóvember 2016
Þriðjudagur
14:30-16:30
Skólar og atvinnulíf
Halla Kristín Guðfinnsdóttir verkefnisstjóri GERT mun kynna verkefnið fyrir þátttakendum og greina frá því sem þátttökuskólarnir hafa verið að gera í tengslum við GERT. Anna María Þorkelsdóttir hjá Hólabrekkuskóla verður með stutt erindi um hvernig þau í Hólabrekkuskóla nýta sér atvinnulífið og stofnanir í þeirra starfi. Umræður verða í framhaldinu og er óskað eftir að kennarar sem hafa reynslu af þátttöku í verkefninu deili henni auk þess sem kennarar sem eru áhugasamir um þátttöku eða samskipti skóla og atvinnulífs eru hvattir til að mæta og kynna sér málið – ríkuleg tækifæri gefast til spurninga.
Grunn- og framhaldsskóli Í húsnæði Samtaka iðnaðarins – Borgartúni 35 – 105 Reykjavík
13. október 2016
Fimmtudagur
15:00-17:00
Sýnasöfnunarferð
Hagnýt jarðfræði – sýnatökuferð með Snæbirni Guðmundssyni. Í ferðinni er kennurum gert kleift að auðga jarðfræðisýnasafn sinna skóla og þar með stuðla að fjölbreyttari verkefnum í jarðfræðikennslu. Meginmarkmið ferðarinnar er að safna sýnum en einnig fá þátttakendur örlitla jarðfræðileiðsögn. Dæmi um sýni sem verður aflað eru: gjallmolar – þétt og fallegt bólstraberg – hraun og móberg – þetta allra einfaldasta en um leið það mikilvægasta hérna á Íslandi. Farið verður upp í hálendið suður af Hafnarfirði – tekinn hringur í Bláfjöllum og komið niður hjá Rauðavatni. Ferðin er farin í kjölfar endurmenntunarnámskeiðs sem haldið var fyrir náttúrufræðikennara í grunnskólum Kópavogs og Mosfellsbæjar. Þar voru kennarar leiddir í gegnum leiðir til að nálgast jarðfræði á hagnýtan hátt í kennslu og einfaldar verklegar æfingar sem vekja áhuga nemenda. Viðburðurinn er svar við óskum kennara.
Grunn- og framhaldsskóli Höfuðborgarsvæðið
19. september 2016
Mánudagur
13:00-15:30
Hvað er í fjörunni?
Farið verður með kennara í fjöru og skoðað það sem fyrir augu ber. Annars vegar verða lífverur skoðaðar frá líffræðilegu sjónarhorni og hins vegar hvernig unnt sé að nálgast fjöruferðir sem þessar á hagnýtan hátt í kennslu með nemendum.
Grunnskóli Fjaran við Ægisíðu og í framhaldi í stofu K-102 í húsnæði MVS HÍ við Stakkahlíð
Reykjavík