Afrakstur menntabúðanna má finna hér.
Hvað: Menntabúðir um líffræði mannslíkamans, líffæra- og lífeðlisfræði. Þátttakendur sjálfir sjá um efnið.
Hvenær: Mánudaginn 28. október 2013 kl. 15:00 – 18:00.
Hvar: Réttarholtsskóli, Réttarholtsvegi, 108 Reykjavík.
Hver: Allir eru velkomnir. Markhópurinn eru náttúru- og líffræðikennarar í grunn- og framhaldsskólum.
Hvers vegna: Til að læra hvert af örðu, fá kennsluhugmyndir til eigin kennslu, deila góðu hugmyndunum með öðrum og efla samfélag kennara. Lokamarkmiðið er að efla náttúrufræðimenntun barna og unglinga.
Hvernig: Þátttakendur eru tvenns konar; með og án framlags. Við hvetjum sem flesta til að sýna eða segja frá einhverju. Að sýna vel heppnaða verklega tilraun eða brot út kennslu væri tilvalið.
Tilkynning: Tilkynninguna má nálgast hér.
Utanumhald: Menntabúðirnar eru skipulagðar af verkefninu NaNO innan Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í samvinnu við Náttúrutorg.
Skráning: Skráning fer fram hér.
Pingback: Menntabúðir um | Náttúrutorg