Útdráttur af dagskrá og umfjöllun
6. febrúar 2014 – Snælandsskóli
- Ýmislegt um lífheiminn – Árný Stefánsdóttir, Snælandsskóli
– Gott að fá fisk eða dýr hjá fiskbúðum eða á bryggju til að kryfja.
– Notar mikið vendikennslu. Nemendur vinna verkefni í tímum og horfa á myndbönd heima.
– Fer reglulega út í fjöru í Fossvoginum og í lækinn í Fossvogsdalnum til að skoða hvað þau finna, bæði dýralíf og plöntur.
- Krufningar – Þórunn Þórólfsdóttir, Austurbæjarskóli
Kryfur mikið. Skemmtilegt að kryfja fisk, nemendur ekki eins viðkvæm fyrir fiski og t.d. spendýrum. Nemendur taka myndir meðan þau kryfja og vinna svo skýrslu.
Hér er skýrsluformið sem Þórunn notar. Hér er dæmi um hvernig nemendur hafa unnið verkefnið. Hér er annað dæmi um nemendaverkefni.
- Þorvaldur Örn Árnason – Stóru-Vogaskóli
Benti okkur á sönginn um njálginn. Ljóðið má finna hér.
Ýmislegt efni sem hann deilir:
– Próf úr 1. kafla bókarinnar (lífið á jörðinni) og glærur úr 1. kafla.
– Könnun úr veirum og bakteríum (2. kafli).
– Glærur úr sveppum og fléttum (4. kafli).
– Glærur úr hryggleysingjum (6. kafli).
– Glærur úr hryggdýrum (6. kafli).
– Glærur ú hegðun dýra (7. kafli).
– Myndagáta um líffræðilegan fjölbreytileika.
– Verkefnið 4 horn. Útskýring: Maður merkir horn skólastofunnar með bókstöfunum A, B, C og D. Nemendur svara síðan spurningunum með því að fara í horni þar sem stafurinn er sem á við rétta svarið. T.d. ef rétta svarið er a) þá fer maður í hornið sem merkt er a. Greiðir atkvæði með fótunum. Mjög afhjúpandi. Gefur tilbreytingu og getur myndast skemmtileg stemning.
– Lokapróf
Snorri Sigurðsson – Reykjavíkurborg
Fræðsluátak sem Reykjavík stendur fyrir um líffræðilega fjölbreytni. Markhópurinn er almenningur.
Gefinn var út bæklingur sem útskýrir hugtakið. Kort með sem sýnir borgina og þekkta staði þar sem unnt er að nálgast fjölbreytt lífríki.
Hér eru lýsingar á verkefnum sem Snorri og Helena Óladóttir skólastjóri Náttúruskóla Reykjavíkur útbjuggu ásamt verkefnablöðum fyrir þau verkefni sem voru framkvæmd á Fjörudeginum með þátttökuskólunum, Grandaskóla og Kelduskóla.
Hér eru lýsingar af fjöruverkefnum fyrir miðstig. Hér eru verkefnin.
Upplýsingar: http://reykjavik.is/idandi og á Facebook: https://www.facebook.com/reykjavikidandi
Skúlína Hlíf Kjartansdóttir
Benti á leik um líffræðilegan fjölbreytileika. Þetta er Evrópuverkefni. Hér er slóð á verkefnið. Hér er slóð á leikinn.