Útdráttur af dagskrá og umfjöllun
5. desember 2013 – Háteigsskóli
- Moodle í efna- og eðlisfræðikennslu – Sigurður Haukur, Snælandsskóla
Sigurður sýndi okkur opna Moodle-vefinn sinn í efna- og eðlisfræðikennslu.
- Kennslumyndbönd á Youtube um efnafræði – Áslaug Högnadóttir, FG
Áslaug benti okkur á opin myndbönd sem hún bjó til og notar í efnafræðikennslu. Þau eru aðgengileg á Youtube. Myndböndin hennar má nálgast hér. Hún notaði Bamboo skrifborð, Smoothdraw teikniforrit og forritið Screencast-O-Matic fyrir upptökur: http://www.screencast-o-matic.com/
- Vendikennsla í náttúrufræði – Þormóður Logi Björnsson, Akurskóla
Sýndi okkur og sagði frá hvernig vendikennsla er notuð. Sjá síðuna flipp.is.
- Myndbönd með verklegri kennslu – Fjalar Freyr Einarsson, Varmárskóla
Fjalar bendi okkur fyrst á ýmislegt sem hann hefur sett á netið um sína kennslu sem unnt er að nota. Hægt er að nálgast það hér. http://www.youtube.com/channel/UCvRnVRnYnU_lMdVJKw3hSKg/videos
Fjallað um notkun myndbanda til að undirbúa nemendur undir verklega tíma. Þannig sparast dýrmætur tími þar sem þau horfa á myndbandið heima áður en þau koma. Þau sem ekki hafa séð myndbandið mega ekki gera tilraunina, hofa bara á en vinna samt öll verkefni. Þau má nálgast hér.
- Padlet og Socrative – Svava Pétursdóttir, HÍ
Svava sýndi okkur hvernig unnt er að nota Padlet á skemmtilegan hátt þegar margir vinna saman. Afrakstur menntabúðanna var settur upp á einn vegg. Auðvelt er að nota þetta í vinnu með nemendum. Sjá http://padlet.com/
Svava sýndi okkur líka hvernig Socrative gæti nýtst í kennslu. Sjá á http://socrative.com/ og umfjöllun hér.
- Öpp – Sigrún Þóra Skúladóttir, Háteigsskóla
Þóra benti okkur á samantekt um góð öpp í kennslu. Hana má nálgast hér.
Hún sýndi okkur líka forrit sem tengir iPad beint við skjávarpa.