Hér eru þau spil og leikir sem prufaðir voru í búðunum. Myndir hér.
KEnnsluspil
- Frá Toppi til táar er eftir Aðalheiði Hönnu Björnsdóttur, gefið út af Menntamálastofnun. Frá toppi til táar er námsspil í líffræði mannsins fyrir miðstig grunnskóla en nýtist einnig eldri nemendum. Því er ætlað að vekja áhuga og auka þekkingu nemenda á námsefninu, ásamt því að stuðla að fjölbreyttum kennsluaðferðum. Spilið byggist upp á því að leikmenn þurfa að komast frá upphafi til enda, svara spurningum, leysa þrautir og taka áhættu á leiðinni. Það er fyrir 4–8 leikmenn og spilatími er áætlaður 20–40 mín.
- Fuglafár, inniheldur tvo leiki; Gettu hver fuglinn er og Fuglatrompsem eru byggðir á hinum sívinsælu spilum Guess Who og Top Trumps. Spilið er útgefið af höfundum, trúlega er hægt að nálgast spilið á Facebook- síðu þeirra www.facebook.com/fuglafar Einnig má kynna sér það betur á Karolina Fund síðunni https://www.karolinafund.com/project/view/1495
Verkefni frá kennaranemum
- Ábyrg neysla í hlýnandi heimi : kennsluspil fyrir nemendur í umhverfisfræðum. Höf: María Skúladóttir Leiðbeinandi: Eggert Lárusson.
Spilið er hlutverkaspil sem fjallar um ábyrga neyslu því er ætlað að vekja nemendur til umhugsunar um sína eigin neysluhegðun og hvað mætti betur fara í eigin neysluvenjum.
í Skemmu er verkefnið með spilinu sem prentað er út gert er ráð fyrir spilaborði með reitum í 6 litum, en hægt væri að númera flokkana og nota tenging til að velja flokk.
Spilið mætti líka útvíkka þannig að nemendur búi til sínar persónur og spurningar.
almenn borðspil
Pandemic er samvinnuspil þar sem þátttakendur glíma við að koma böndum yfir sjúkdóma.
Rafrænir leikir
TurfHunt.
BreakoutEDU!
,,leikir” inní Nearpod-forritinu
ConnectFours á classtools.net.
Heimatilbúin spil
Auðvelt er að útbúa spil úr því námsefni sem er til umfjöllunar hverju sinni og nemendur geta jafnvel gert það sjálfir. Spil eins og Alias, Pictonary og Codenames krefjast bara spjalds með orðum á og í sumum tilvikum skilgreiningu á annari hliðinni. Dæmi um leikjaspjöld unnin í Google Sheets
68 æfingar í heimspeki eftir Jóhann Björnsson, fáanleg sem rafbók á vef Menntamálastofnunar
Eðlisfraedi.wordpress.com M.Ed Verkefni Eiríkur Örn Þorsteinsson