Afrakstur menntabúða um verklega stjörnufræði

 

Útdráttur af dagskrá og umfjöllun

15. janúar 2014 – Valhúsaskóli

 

  • Ýmislegt nytsamlegt fyrir hin ýmsu skólastig – Sævar Helgi Bragason, HÍ, og Sverrir Guðmundsson, MR

– Auðvelt að kenna um kvartilaskipti (t.d. tungls) með lampa (eða sólu) og boltum. Þá er höfuð nemenda jörðin og svo

færum við boltann hring um höfuðið til að skoða kvartilaskipti tungls. Hér er nytsamlegt efni.

Jarðaboltinn getur verið hentugur í ýmislegt. T.d. þegar fjarlægðir eru skoðaðar.

– Gott er að fara í sólkerfisrölt til að átta sig á ,,tóminu” í sólkerifnu. Einnig er að finna Excel-skjal fyrir útreikninga.

– Margt gott myndefni með íslenskum texta:

a) Hubblecast. Hægra megin á myndinni er hægt að velja tungumál textans.

b) Myndskeið hjá ESO. Stundum er boðið upp á íslenskan texta með því að smella á CC á myndbandinu.

Einnig er íslenskt textaefni frá ESO.

Vefur á íslensku um Mars. Hér má svo sjá nýlegar myndir af Mars.

– Kennsla um stjörnumerkin getur farið þannig fram að raða nemendum í hring þar sem hver er með sitt stjörnumerki. Svo er sólin í miðjunni og jörðin látin ganga um sólu. Þá er unnt að sjá í hvaða stjörnumerki sólin er hverju sinni. Hér er nytsamlegt efni um dýrahringinn.

Stellarium er ókeypis stjörnufræðiforrit sem gott er að nota. Hér eru kennsluhugmyndir um stærð og aldur alheimsins þar sem Stellarium er m.a. notað.

Sverrir heldur dagbók um sína stjörnufræðikennslu í MR sem er opin öllum.

– Hér er gott að skoða skilyrði fyrir norðurljós á spaceweather.com

– Unnt er að nota Karlsvagninn og pólstjörnuna sem klukku, sjá nánar hér.

Hér er stjörnuskífa fyrir Ísland (án reikistjarna).

Verkefni um HR-línuritið + myndir af uppsetningu verkefnisins á töflu í tölvustofu

Myndir frá því þegar við teiknuðum upp líkan á skólalóðinni af Vetrarbrautinni, Magellanskýjunum og AndrómeduVB (nokkurn veginn rétt hlutföll á stærðum og fjarlægðum)

  • Tilraun til að átta sig á þyngdarleysi – Haukur Arason, HÍ

Pappahólkur reistur á endann. Tvö göt, eitt hvoru megin. Teygja í gegn og einhverskonar lóð (t.d. skrúfa) hengt í sitthvorn enda teygjunnar. Hólkun haldið uppi og svo látinn detta. Þá er hólkurinn í frjálsu falli og lóðin í þyngdarleysi. Tengt umræðunni um alþjóðlegu geimstöðina sem er í frjálsu falli umhverfis jörðina. Hvers vegna eru geimfararnir í þyngdarleysi þar fyrst geimstöðin er svona nálægt jörðinni?

  • Forhugmyndir í stjörnufræði – Haukur Arason, HÍ
Haukur fjallaði um forhugmyndir nemenda í stjörnufræði og hvernig þær blandast því sem nemendum er kennt. Stundum ruglast þessar heimsmyndir. T.d. að nemendi á suðurhveli jarðar sleppi bolta sem dettur ,,niður” á annað yfirborð fyrir neðan kúlulaga jörðina. Mikilvægt að hafa í huga hugmyndir nemenda og vinna vandlega með þær.