Hvað eru Menntabúðir?
Menntabúðir er samkoma þar sem fólk kemur saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Þátttakendur eru í aðalhlutverki í Menntabúðum. Saman munu þeir takast á við áskoranir og málefni sem eru ákveðin af þátttakendum sjálfum og eru knúin áfram af markmiðum og þemum dagsins.
Meginmarkmið Menntabúðanna verður að:
- skapa jafningjaumhverfi þar sem miðlun þekkingar og reynslu á sér stað
- veita þátttakendum tækifæri til að læra og prófa sig áfram með ýmis áhugaverð viðfangsefni
- gefa þátttakendum tækifæri til þess að öðlast ný og efla tengsl við jafningja þannig að samvinna verði í framtíðinni milli fólks
Fyrir hverja eru Menntabúðir?
Kennara og leiðbeinendur á öllum skólastigum og alla þá sem hafa áhuga á að læra og deila reynslu af náttúrufræðimenntun.
Hvaða reglur gilda í Menntabúðum?
Regla 1: Þú talar um Menntabúðirnar við alla
Regla 2: Þú dreifir upplýsingum um Menntabúðirnar sem víðast, á Bloggi, Fésbókinni, Twitter o.s.frv.
Regla 3: Ef þú vilt vera með kynningu, skráir þú nafn þitt, heiti kynningar og eilítið um efnið
Regla 4: Kynntu sjálfa/n þig með þremur orðum sem lýsa aðkomu þinni að menntun
Regla 5: Það mega vera ótakmarkaðar kynningar og samræður í gangi í einu
Regla 6: Það er engin dagskrá, en tryggt verður að nóg verði að sjá og læra
Regla 7: Kynningar standa eins lengi og einhver nennir að hlusta eða taka breytingum eins og fólk vill
Regla 8: Menntabúðir þýða jafnvægi á því að gefa og þiggja
Regla 9: Ef þú ert að taka þátt í fyrsta sinn þá skaltu íhuga að kynna eitthvað fyrir hinum
Regla 10: Þú þarft þess ekki, en reyndu að finna einhvern annan til þess að kynna eitthvað með þér, eða að minnsta kosti vertu dugleg/ur að spyrja spurninga til þess að vera virkur þátttakandi.
Hvað kostar að taka þátt?
Það kostar enga peninga að taka þátt, en það er samt sem áður gert ráð fyrir að þú miðlir af viskubrunni þínum til annarra þátttakenda. Við vonum að ávinningur þinn verði mikill og að þú farir heim ríkari eftir samveru við jafningja þína sem þú hefur myndað tengsl við.
Þessi texti er fenginn og aðlagaður með góðu leyfi frá stjórn 3f sjá: http://3f.is/menntabudir/um-menntabudir/
Frekari upplýsingar veita:
Svava Pétursdóttir (svavap@hi.is, 525-5364), verkefnastjóri hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Birgir Ásgeirsson (Höfuðborgarsvæði, birgira@hi.is, 525-5374) verkefnisstjóri NaNO (Náttúruvísindi á nýrri öld) hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Ester Ýr Jónsdóttur (Suðurland, esteryj@hi.is, 525-5461) verkefnisstjóri NaNO hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.