Afrakstur menntabúða um verklega efnafræði

 

Útdráttur úr dagskrá og umfjöllun

13. mars 2014 – Austurbæjarskóla

 

  • Sýnitilbraun um bruna – Þóra Skúladóttir, Háteigsskóli

– Brennsluvökvi (t.d. isóprópanól, etanól eða brennsluspritt) er settur í stóra flösku. Hrist til að vökvinn gufi upp, afgangi hellt af.  Farið mjög varlega, notið hlífðargleraugu, berið eld að með löngu áhaldi, og helst að nota eldvarnarhanska. Lofttegundin brennur, logi myndast og e.t.v. hljóð. Vatn sem myndast við efnahvarfið verður eftir innan á flöskunni.

– Myndbönd eftir Hafþór Guðjónsson um ýmislegt efnafræðitengt má finna hér.

 

  • Einföld tilraun um hugtakaskilning, spurning um rafgreiningu  Birgir U. Ásgeirsson, HÍ MVS

– Einföld tilraun til að nemendur átti sig betur á grunnhugtökum í efnafræði. Nemendahópar láta mismunandi efni ganga á milli, skoða efnin og ræða sín á milli hvað þetta gæti verið. Hugmynd að töflu og efnum má finna hér.

– Spurningu varpað fram um rafgreiningu vatns. Vetni og súrefni safnast í mæliglösin, vetni þar sem rúmmál lofttegundarinnar er meira. Við hvort skautið myndast vetni og við hvort myndast súrefni? Hvernig er unnt að segja til um það út frá + og – tengingu rafhlöðunnar án þess að skoða rúmmál lofttegundanna? Mikið rætt. Fjallað er um rafgreiningu á Vísindavefnum hér, þó er ekki fjallað um rafeindaflutning beint.

 

  • Spraututilraun – Margrét Hugadóttir, Langsholtsskóli

– Þegar fjallað er um þrýsting geta spraututilraunir hjálpað nemendum að skilja að vatn sýður við mishátt hitastig eftir þrýstingi. Með því að draga heitt vatn upp í sprautu og minnka svo þrýsinginn í sprautunni með því að draga þá sýður vatnið.

 

 

 

  • Stöðvatilraunir – Hafþór Guðjónsson, HÍ, MVS

– Sýndi nokkrar stöðvatilraunir í efnafæðikennslu sem unnt er að nota.

Tilraun um frumefni, efnasambönd og efnablöndur.

Tilraun um frumeindir og sameindir.

Tilraun um frumefni, efnasambönd og jónir.

Tilraun um efnabreytingar; sykur.

Tilraun um efnabreytingar; bland.

  • Skapandi efnafræði – Guðmundur Grétar Karlsson, Fjölbrautarskóli Suðurnesja

– Guðmundur hefur gert rannsókn um hvernig unnt sé að notast við sköpun í efnafræðikennslu. Hér fá finna kynninguna hans. Hér má svo finna lokaverkefnið hans um skapandi efnafræði.