Hvað er góð verkleg æfing? – apríl 2014

 

Hvað: Menntabúðir um verklegar æfingar í náttúrufræði-/raunvísindakennslu.  Fjallað verður m.a. um markmið þeirra og mikilvægi auk námsmats. Þátttakendur sjá sjálfir um efnið.

Hvenær: Miðvikudaginn 9. apríl 2014 kl. 15:00 – 18:00.   Vegna dræmrar skárningar var þessum menntabúðum frestað til haustsins.

Hvar: Langholtsskóla við Holtaveg, Reykjavík.

Hver: Allir eru velkomnir. Markhópurinn eru framhaldsskólakennarar í raungreinum og grunnskólakennarar í náttúrufræðigreinum.

Hvers vegna: Til að læra hvert af öðru, fá kennsluhugmyndir til eigin kennslu, deila góðu hugmyndunum með öðrum og efla samfélag kennara. Lokamarkmiðið er að efla náttúrufræðimenntun barna og unglinga.

Hvernig: Þátttakendur eru tvenns konar; með og án framlags. Við hvetjum sem flesta til að sýna eða segja frá einhverju.

Utanumhald: Menntabúðirnar eru skipulagðar af verkefninu NaNO innan Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í samvinnu við Náttúrutorg.

 

Skráning: Skráning fer fram hér.